Geir Sveinsson verði bæjarstjóri Hveragerðis

Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handbolta, verður að öllum líkindum …
Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handbolta, verður að öllum líkindum næsti bæjarstjóri í Hveragerðisbæ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meirihluti bæjarstjórnar í Hveragerði mun leggja fram á næsta bæjarstjórnarfundi að Geir Sveinsson verði ráðinn bæjarstjóri. Verði tillagan samþykkt hefur hann störf í byrjun ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Hveragerðis.

Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar auglýstu starf bæjarstjóra Hveragerðisbæjar 16. júní og rann umsóknarfrestur út 30. júní. Sóttu 23 um stöðuna en fjórir drógu umsókn sína til baka.

„Geir er Íslendingum flestum kunnur sem einn af sterkustu landsliðsmönnum Íslands í handbolta en hann þjálfaði íslenska landsliðið um tíma og hefur sinnt þjálfun og stjórnun í Þýskalandi síðustu ár,“ segir í tilkynningunni.

Geir er með MBA próf frá Háskóla Íslands auk menntunar í markaðssetningu á netinu og meistaragráðu í þjálfun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert