Geir Sveinsson verði bæjarstjóri Hveragerðis

Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handbolta, verður að öllum líkindum …
Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handbolta, verður að öllum líkindum næsti bæjarstjóri í Hveragerðisbæ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meiri­hluti bæj­ar­stjórn­ar í Hvera­gerði mun leggja fram á næsta bæj­ar­stjórn­ar­fundi að Geir Sveins­son verði ráðinn bæj­ar­stjóri. Verði til­lag­an samþykkt hef­ur hann störf í byrj­un ág­úst. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á heimasíðu Hvera­gerðis.

Meiri­hluti Okk­ar Hvera­gerðis og Fram­sókn­ar aug­lýstu starf bæj­ar­stjóra Hvera­gerðis­bæj­ar 16. júní og rann um­sókn­ar­frest­ur út 30. júní. Sóttu 23 um stöðuna en fjór­ir drógu um­sókn sína til baka.

„Geir er Íslend­ing­um flest­um kunn­ur sem einn af sterk­ustu landsliðsmönn­um Íslands í hand­bolta en hann þjálfaði ís­lenska landsliðið um tíma og hef­ur sinnt þjálf­un og stjórn­un í Þýskalandi síðustu ár,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Geir er með MBA próf frá Há­skóla Íslands auk mennt­un­ar í markaðssetn­ingu á net­inu og meist­ara­gráðu í þjálf­un. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert