Heildareignir jukust um 10,7% á milli ára

Sigurður Bogi Sævarsson

Heild­ar­eign­ir lands­manna juk­ust um 10,7% á milli ár­anna 2020 og 2021 eða úr 7.985 millj­örðum króna í 8.837 millj­arða króna. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Hag­stofu Íslands. Skuld­ir juk­ust alls um 9,9%, eða úr 2.468 millj­örðum króna í 2.712, og um 11% aukn­ing var á eig­in fé, eða úr 5.516 millj­örðum króna í 6.124 millj­arða króna.

Á verðlagi árs­ins 2021 var aukn­ing­in 6%. Eign­ir telj­ast sem all­ar eign­ir fjöl­skyldu, þ.m.t. fast­eign­ir, öku­tæki, inni­stæður í bönk­um og verðbréf­um. Verðmæti fast­eigna miðast við fast­eigna­mat og hluta­bréf eru á nafn­v­irði.

Heild­ar­tekj­ur voru um 7,7 millj­ón­ir árið 2021

Þá voru heild­ar­tekj­ur ein­stak­linga á Íslandi um 7,7 millj­ón­ir króna að meðaltali árið 2021 eða um 640 þúsund krón­ur á mánuði. Það er rúm 8% hækk­un frá fyrra ári en ef horft er til verlags­leiðréttra heild­ar­tekna er hækk­un­in tæp 4%. Miðgildi heild­ar­tekna var lægra en meðaltalið, eða um 6 millj­ón­ir króna á ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert