Heildareignir jukust um 10,7% á milli ára

Sigurður Bogi Sævarsson

Heildareignir landsmanna jukust um 10,7% á milli áranna 2020 og 2021 eða úr 7.985 milljörðum króna í 8.837 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands. Skuldir jukust alls um 9,9%, eða úr 2.468 milljörðum króna í 2.712, og um 11% aukning var á eigin fé, eða úr 5.516 milljörðum króna í 6.124 milljarða króna.

Á verðlagi ársins 2021 var aukningin 6%. Eignir teljast sem allar eignir fjölskyldu, þ.m.t. fasteignir, ökutæki, innistæður í bönkum og verðbréfum. Verðmæti fasteigna miðast við fasteignamat og hlutabréf eru á nafnvirði.

Heildartekjur voru um 7,7 milljónir árið 2021

Þá voru heildartekjur einstaklinga á Íslandi um 7,7 milljónir króna að meðaltali árið 2021 eða um 640 þúsund krónur á mánuði. Það er rúm 8% hækkun frá fyrra ári en ef horft er til verlagsleiðréttra heildartekna er hækkunin tæp 4%. Miðgildi heildartekna var lægra en meðaltalið, eða um 6 milljónir króna á ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert