Mikil eftirspurn er eftir gistingu á hótelum út um land þessa dagana, enda hásumar og margir á ferð. Leit á booking.com sýnir að sum hótel eru fullsetin og engin herbergi þar laus sé spurt um gistingu fyrir tvo um næstu helgi. Á Vestur- og Norðurlandi eru um 80% allra hótelherbergja sem í boði eru bókuð um næstu helgi og á Austurlandi var þetta hlutfall síðdegis í gær komið í rúmlega 90%.
Bekkurinn er sömuleiðis þétt setinn á Suðurlandi. Nærri lætur að nú sé búið að selja í fjögur af hverjum fimm gistirúmum á hótelum þar. Sums staðar er þetta hlutfall hærra, svo sem við Laugarvatn, Flúðir og víðar í uppsveitum Árnessýslu. Sömu sögu er að segja úr Rangárþingi og Vestmannaeyjum.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.