Hótelin þétt setin

Sumarhótelið í heimavist Menntaskólans á Akureyri.
Sumarhótelið í heimavist Menntaskólans á Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi

Mik­il eft­ir­spurn er eft­ir gist­ingu á hót­el­um út um land þessa dag­ana, enda há­sum­ar og marg­ir á ferð. Leit á book­ing.com sýn­ir að sum hót­el eru full­set­in og eng­in her­bergi þar laus sé spurt um gist­ingu fyr­ir tvo um næstu helgi. Á Vest­ur- og Norður­landi eru um 80% allra hót­el­her­bergja sem í boði eru bókuð um næstu helgi og á Aust­ur­landi var þetta hlut­fall síðdeg­is í gær komið í rúm­lega 90%.

Bekk­ur­inn er sömu­leiðis þétt set­inn á Suður­landi. Nærri læt­ur að nú sé búið að selja í fjög­ur af hverj­um fimm gisti­rúm­um á hót­el­um þar. Sums staðar er þetta hlut­fall hærra, svo sem við Laug­ar­vatn, Flúðir og víðar í upp­sveit­um Árnes­sýslu. Sömu sögu er að segja úr Rangárþingi og Vest­manna­eyj­um.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert