Íbúðir í stað gamla frystihússins

Hér má sjá hvar hið nýa hús (hvítt) hefur verið …
Hér má sjá hvar hið nýa hús (hvítt) hefur verið sett inn í götumyndina. Tölvumynd/Kurtogpí

Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðarinnar nr. 2. Í henni felst breytt landnotkun og byggingarmagn. Á lóðinni stendur fimm hæða hús sem kennt er við Íslandsbanka. Það hefur verið dæmt ónýtt vegna raka og myglu og verður rifið til að rýma fyrir nýrri íbúðabyggð. Á Kirkjusandi hafa á undanförnum árum risið stór íbúðarhús og sömuleiðis atvinnuhúsnæði.

Íslandsbankabyggingin var upphaflega frystihús, sem reist var á árunum 1955-1962 af hlutafélögunum Júpíter og Mars. Byggingin á Kirkjusandi er 7.719 fermetrar að stærð. Frystihúsið var síðar innréttað sem skrifstofuhús fyrir alaðstöðvar Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS). Síðast voru þarna aðalstöðvar Íslandsbanka til ársins 2017 er hann flutti í Kópavog.

Fram kemur í greinargerð með deiliskipulagstillögunni að viðfangsefni breytts deiliskipulags séu breytingar á notkun, byggingarmagni, byggingarreitum og skilmálum lóðar. Aðdragandi þessara breytinga er að þegar gildandi skipulag var unnið 2016, var gert ráð fyrir að núverandi skrifstofuhús myndi standa áfram ásamt heimiluðum viðbótum. Eftir sem áður væri eingöngu um atvinnuhúsnæði að ræða. „Síðan gildandi deiliskipulag tók gildi hefur komið í ljós að núverandi hús er með öllu ónothæft vegna rakaskemmda að því marki að það verður ekki bætt og einsýnt að það verður rifið. Húsið hefur þegar verið skráð sem ónýtt,“ segir orðrétt í greinargerðinni. Það sé því ljóst að grundvallar forsenda fyrir skipulagi lóðarinnar sé ekki lengur til staðar, þ.ám. hvað varðar starfsemi. Við undirbúning deiliskipulagsins var horft til aðliggjandi byggðar og að starfsemi á lóð væri í samræmi við hana.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka