Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Sýnar hf. á hendur Ingibjörgu Pálmadóttur, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og 365 miðlum hf. á grundvelli samkeppnisákvæða í kaupsamningi Sýnar við 365 frá 14. mars. 2017. Krafist var um greiðslu á 1.140 milljónir auk verðbóta.
Ingibjörg, Jón Ásgeir og 365 miðlar voru sýknuð, en Sýn var gert að greiða eina milljón í málskostnað fyrir hvern.
Sýn keypti Stöð 2, Bylgjuna og Vísi í mars 2017 og taldi fyrirtækið að samkeppnisákvæði í kaupsamningi Sýnar við 365 hefði verið brotin, til dæmis að tilteknir þættir í starfsemi vefmiðilsins frettabladid.is samrýmist ekki þeim skuldbindingum sem fram komu í þeim samningi.
Sýn tapaði 1,7 milljörðum króna árið 2018. Stór ástæða slæmrar afkomu Sýnar, sem og versnandi afkoma milli ára, var niðurfærsla á viðskiptavild sem rekja má til á fjölmiðla 365 miðla. Ingibjörg Pálmadóttir var stærsti eigandi félagsins þegar viðskiptin voru gerð, en Jón Ásgeir Jóhannesson eiginmaður hennar.