Ingibjörg og Jón Ásgeir höfðu betur gegn Sýn

Ingibjörg, Jón Ásgeir, 365 miðlar og Torg hlaut sýknu og …
Ingibjörg, Jón Ásgeir, 365 miðlar og Torg hlaut sýknu og var Sýn gert að greiða 1.000 milljón í málskostnað fyrir hvern.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur féllst ekki á kröfu Sýn­ar hf. á hend­ur Ingi­björgu Pálma­dótt­ur, Jóni Ásgeiri Jó­hann­es­syni og 365 miðlum hf. á grund­velli sam­keppnisákvæða í kaup­samn­ingi Sýn­ar við 365 frá 14. mars. 2017. Kraf­ist var um greiðslu á 1.140 millj­ón­ir auk verðbóta.

Ingi­björg, Jón Ásgeir og 365 miðlar voru sýknuð, en Sýn var gert að greiða eina millj­ón í máls­kostnað fyr­ir hvern.

Sýn keypti Stöð 2, Bylgj­una og Vísi í mars 2017 og taldi fyr­ir­tækið að sam­keppnisákvæði í kaup­samn­ingi Sýn­ar við 365 hefði verið brot­in, til dæm­is að til­tekn­ir þætt­ir í starf­semi vef­miðils­ins fretta­bla­did.is sam­rým­ist ekki þeim skuld­bind­ing­um sem fram komu í þeim samn­ingi.

Sýn tapaði 1,7 millj­örðum króna árið 2018. Stór ástæða slæmr­ar af­komu Sýn­ar, sem og versn­andi af­koma milli ára, var niður­færsla á viðskipta­vild sem rekja má til á fjöl­miðla 365 miðla. Ingi­björg Pálma­dótt­ir var stærsti eig­andi fé­lags­ins þegar viðskipt­in voru gerð, en Jón Ásgeir Jó­hann­es­son eig­inmaður henn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert