Krakkar léku sér í fótbolta undir EM-skjánum

Krakkar léku sér í fótbolta og fylgdust með leik Íslands …
Krakkar léku sér í fótbolta og fylgdust með leik Íslands á EM í dag í nýja miðbænum á Selfossi. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

„Stemmningin er frábær og krakkarnir eru að leika sér í fótbolta fyrir framan skjáinn og það er blíða og fjölmenni á staðnum,“ segir Sigmundur Sigurgeirsson, fréttaritari mbl.is á Selfossi sem er staðsettur í nýja miðbænum þar sem fjöldi fólks fylgdist með leik Íslands og Ítalíu á EM.

Stelpurnar okkar þurftu að sætta sig við 1-1 jafntefli í leiknum í Manchester.

„Það er sól og blíða, fjöldi fólks og svo vonumst við bara eftir betri úrslitum. Svo er verið að opna nýjan bar hérna á eftir sem heitir Miðbarinn,“ segir Sigmundur.

Mikil stemmning var í miðbæ Selfoss er fylgst var með …
Mikil stemmning var í miðbæ Selfoss er fylgst var með leik Íslands og Ítalíu á EM í dag. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson
mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson
mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert