Lögregla kölluð út í farþegaþotu Wizz Air

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:31
Loaded: 31.48%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:31
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Átta lög­reglu­menn lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um leiddu hóp farþega frá borði farþegaþotu Wizz Air á Kefla­vík­ur­flug­velli seint í gær­kvöldi.

Þetta staðfest­ir Úlfar Lúðvíks­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, í sam­tali við mbl.is.

Flug­vél­in, sem var á leið frá Var­sjá í Póllandi, lenti rétt fyr­ir miðnætti í gær.

Hóp­ur­inn, sem var fjöl­menn­ur, hafði verið sýni­lega ölvaður frá upp­hafi ferðar­inn­ar, með tölu­verðar óspekt­ir, og marg­ir í hópn­um ít­rekað neitað að halda kyrru fyr­ir í sæt­um sín­um á meðan flug­inu stóð, sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is.

Stuðningsmenn Pogoń í grennd við EM-torgið í dag.
Stuðnings­menn Pogoń í grennd við EM-torgið í dag. mbl.is/​Há­kon

Hrópuðu í kall­kerfið

Í sam­tali við mbl.is seg­ir sjón­ar­vott­ur að flug­freyj­urn­ar um borð hafi aug­ljós­lega verið und­ir miklu álagi. Gripu þær nokkr­um sinn­um til þess ráðs að hrein­lega hrópa í kall­kerfi vél­ar­inn­ar til að koma fyr­ir­mæl­um til hóps­ins til skila.

Þá mun þess einnig hafa orðið vart að menn úr hópn­um höfðu reykt inni á sal­ern­um vél­ar­inn­ar.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is var um að ræða pólska stuðnings­menn knatt­spyrnuliðs. 

KR mæt­ir pólska liðinu Pogoń frá Szczec­in í Vest­ur­bæn­um í kvöld, í fyrstu um­ferð Sam­bands­deild­ar­inn­ar.

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag ollu stuðnings­menn Pogoń usla á EM-torg­inu í miðbæ Reykja­vík­ur í dag þar sem fólk fylgd­ist með leik ís­lenska kvenna­landsliðsins á móti því ít­alska.

Veg­far­end­ur sem mbl.is ræddi við töldu í fyrstu að um mót­mæli væri að ræða en af treyj­un­um að dæma mátti sjá að þarna væru öfl­ug­ir stuðnings­menn á ferð. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert