Markinu fagnað á EM-torginu

Stuðningsfólk íslenska kvennalandsliðsins fagnaði vel þegar stelpurnar komust yfir Ítalíu, 1-0, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. 

Stútfullt er á EM-torginu í dag þar sem fólk fylgist með öðrum leik Íslands á EM í Manchester, eftir 1-1 jafntefli gegn Belgum á mánudag.

mbl.is tók stemninguna á áhorfendum rétt fyrir leik.

Ævar

„Ég held að þetta muni fara mjög vel. Ég held að Ísland muni vinna þetta. Við verðum bara að bíða og sjá hvernig leikurinn verður.“

Dylan

Ég er frá Washington, við erum að fara í matarrölt klukkan fimm svo ég er að bíða hérna. Maður er nú á Íslandi svo ég vona að Ísland vinni.

Hrafnhildur

„Þetta er í fyrstsa skipti sem ég hef verið í Reykjavík meðan það er leikur í gangi. Ég held að við tökum þetta, 2-1.“

Hver verður maður leiksins?

„Ég held það verði Sveindís.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert