Nokkrir ákafir stuðningsmenn pólska liðsins Pogoń stormuðu á sviðið á EM-torginu í dag.
Fjöldi lögreglumanna mætti við Stjórnarráðið að sögn vegfarenda við Ingólfstorg, vegna háværra stuðningsmanna pólska liðsins Pogoń, sem mætir Knattspyrnufélagi Reykjavíkur á Meistaravöllum í kvöld.
Vegfarendur sem mbl.is ræddi við töldu í fyrstu að um mótmæli væri að ræða en af treyjunum að dæma mátti sjá að þarna væru öflugir stuðningsmenn á ferð.
Stuðningsmennirnir gengu Bankastrætið og að EM-torginu á Ingólfstorgi, þar sem fjöldi Íslendinga fylgist með EM, en lögregla gætti þess að stuðningsmennirnir kæmu ekki inná torgið og örkuðu þeir að Vesturgötu og upp Aðalstrætið.
Ísland leiðir á móti Ítalíu á EM sem fram fer á Englandi og er fjöldi fólks mættur á EM-torgið að styðja liðið.