Óboðnir gestir á EM-torgi

Stuðningsmennirnir eru til í slaginn gegn KR í kvöld.
Stuðningsmennirnir eru til í slaginn gegn KR í kvöld. mbl.is/Hákon

Nokkr­ir ákaf­ir stuðnings­menn pólska liðsins Pogoń stormuðu á sviðið á EM-torg­inu í dag.

Fjöldi lög­reglu­manna mætti við Stjórn­ar­ráðið að sögn veg­far­enda við Ing­ólf­s­torg, vegna há­værra stuðnings­manna pólska liðsins Pogoń, sem mæt­ir Knatt­spyrnu­fé­lagi Reykja­vík­ur á Meist­ara­völl­um í kvöld.

Veg­far­end­ur sem mbl.is ræddi við töldu í fyrstu að um mót­mæli væri að ræða en af treyj­un­um að dæma mátti sjá að þarna væru öfl­ug­ir stuðnings­menn á ferð. 

Líf var í hópnum.
Líf var í hópn­um. mbl.is/​Há­kon

Örkuðu upp Aðalstrætið

Stuðnings­menn­irn­ir gengu Banka­strætið og að EM-torg­inu á Ing­ólf­s­torgi, þar sem fjöldi Íslend­inga fylg­ist með EM, en lög­regla gætti þess að stuðnings­menn­irn­ir kæmu ekki inná torgið og örkuðu þeir að Vest­ur­götu og upp Aðalstrætið. 

Ísland leiðir á móti Ítal­íu á EM sem fram fer á Englandi og er fjöldi fólks mætt­ur á EM-torgið að styðja liðið.

mbl.is/​Há­kon
Lögreglan fylgdi hópnum eftir.
Lög­regl­an fylgdi hópn­um eft­ir. mbl.is/​Veronika
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert