Sáu galla á húsinu eftir afhendingu

Húsnæði í Reykjavík.
Húsnæði í Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Héraðsdómur Reykjaness sýknaði nýlega seljendur einbýlishúss í Hafnarfirði af öllum kröfum kaupenda hússins sem höfðu haldið eftir lokagreiðslu og krafist bóta vegna meintra leyndra galla á eigninni.

Kaupendurnir voru dæmdir til að greiða lokagreiðsluna með dráttarvöxtum og til að greiða seljendum 2,5 milljónir í málskostnað. Dóminum verður áfrýjað, að sögn lögmanns kaupendanna.

Húsið var byggt 1980. Kaupsamningur var undirritaður í desember 2018 án fyrirvara og kaupverðið 95,9 milljónir. Eignin var afhent 1. mars 2019. Þann 16. mars sama ár kvartaði kaupandinn við fasteignasalann vegna leka í stofu, stórs og ljóts sárs á vegg og hitalagnar á vegg sem kaupandi hafði ekki séð við skoðun. Hann ítrekaði athugasemdir sínar 9. apríl og sagði frá viðbótarleka. Lögmaður seljenda hafnaði því 16. september að leyndir gallar hefðu verið á fasteigninni. Þak hússins hafi verið upprunalegt og eðlilega komið að viðhaldi á því.

Kaupendur sögðu að íbúðin hefði verið óíbúðarhæf vegna myglu. Náttúrufræðistofnun hafi ráðlagt þeim að búa ekki í húsinu og þau því ekki getað búið þar í 28 mánuði. Auk kröfu um bætur vegna meintra galla á húsinu gerðu kaupendur einnig kröfu vegna leigukostnaðar og kostnaðar við búslóðaflutninga.

Skoðun leiddi í ljós að þakið var meira og minna ónýtt og var það rakið til ónógrar loftunar. Eins fundust fleiri gallar á húsinu.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka