Stjórnlögum fækki

Björn Zoëga.
Björn Zoëga. mbl.is/Árni Sæberg

Björn Zoëga, for­stjóri Karol­inska sjúkra­húss­ins í Svíþjóð, sem í gær var skipaður stjórn­ar­formaður Land­spít­al­ans, seg­ir að fækka þurfi stjórn­lög­um á spít­al­an­um og ein­falda hlut­ina.

„Eins og vill oft verða á svona stofn­un­um, og ég kann­ast við það frá öðrum sjúkra­hús­um líka, erum við kom­in með of margt fólk sem er ekki að vinna við það að þjón­usta sjúk­linga. Fjöldi þeirra hef­ur auk­ist meira en þeirra sem vinna í beinu sam­bandi við sjúk­linga, og það geng­ur ekki upp til lengri tíma. Það þarf ákveðið jafn­vægi í því. Við þurf­um að fækka stjórn­lög­um og ein­falda hlut­ina.“

Hann seg­ir að ekki hafi náðst að þróa spít­al­ann og rekst­ur hans nægi­lega vel. Gera þurfi bet­ur ef ætl­un­in er að reka nú­tíma há­skóla­sjúkra­hús. „Ég hef þó trú á því að það sé hægt að gera og í nýrri stjórn sit­ur öfl­ugt fólk sem get­ur aðstoðað nýj­an for­stjóra við að breyta því sem þarf að breyta.“

– Og hvað er það helst?

„Fljótt á litið þarf að ein­falda stjórn­skipu­lagið,“ svar­ar Björn að bragði.

Hann seg­ir jafn­framt að rekst­ur­inn snú­ist í grunn­inn um að sjúkra­hús fái greitt fyr­ir þá þjón­ustu sem þau veita. Það megi kalla fram­leiðslu­tengda eða þjón­ustu­tengda fjár­mögn­un. 

Lesa á nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert