Þrír fá bætur eftir bólusetningar við Covid-19

Sjúkratryggingar hafa samþykkt að veita þremur bætur vegna tjóns í …
Sjúkratryggingar hafa samþykkt að veita þremur bætur vegna tjóns í kjölfars bólusetningar við kórónuveirunni. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Á Íslandi hafa þrír fengið bæt­ur vegna lík­am­legs tjóns í kjöl­far bólu­setn­ingu gegn Covid-19. Hafa þá 40 manns sótt um bæt­urn­ar.

Þetta kem­ur fram í frétt RÚV.

Af þeim 40 um­sókn­um sem hafa borist Sjúkra­trygg­ing­um Íslands hafa aðeins fimm verið af­greidd­ar, þrjár voru samþykkt­ar og tveim­ur var hafnað. Íslenska ríkið er ábyrgt fyr­ir tjóni vegna bólu­setn­inga.

Af 6.178 til­kynn­ing­um um auka­verk­an­ir í kjöl­far bólu­setn­inga gegn Covid-19 sem Lyfja­stofn­un Íslands hef­ur borist hafa 300 af þeim verið sagðar al­var­leg­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka