Karítas Ríkharðsdóttir
skrifar frá Manchester
Aðdáendasvæðið fyrir stuðningsmenn Íslands á EM í fótbolta í Manchester er orðið troðfullt og löng biðröð hefur myndast fyrir utan.
Alls komast 500 manns inn á aðdáendasvæðið í einu, en búist er við um tvö þúsund íslenskum stuðningsmönnum á leiknum í dag.
Á sama tíma er búist við aðeins 120 ítölskum stuðningsmönnum.
Tuttugu stiga hiti er hér í Manchester og skýjað með köflum, en leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 16 að íslenskum tíma.