Vínbúðin herðir á skilareglum

Óhætt er að segja að smásala áfengis hafi tekið stakkaskiptum …
Óhætt er að segja að smásala áfengis hafi tekið stakkaskiptum síðastliðið rúma árið. mbl.is/Árni Sæberg

Færst hefur í vöxt að fólk reyni að skila áfengi í Vínbúðinni sem keypt er annars staðar, nú þegar áfengisnetverslanir sækja í sig veðrið. Um árabil hefur þó strangt tiltekið verið skylda að framvísa greiðslukvittun við skipti eða skil á vörum Vínbúðarinnar, en undantekningar hafa verið tíðar – eða þar til núna.

„Já, við höfum verið að fylgja því meira eftir. Við höfum orðið meira vör við að fólk sé að skila vörum sem ekki eru keyptar hjá okkur. Þetta er auðvitað alltaf matsatriði,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, spurð hvort frjálsari verslun kalli á strangari eftirfylgni.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert