Albert hefur legið á myndunum í hálfa öld

Albert (t.h.) með Guðmundi G. Þórarinssyni, fyrrverandi forseta Skáksambands Íslands.
Albert (t.h.) með Guðmundi G. Þórarinssyni, fyrrverandi forseta Skáksambands Íslands. mbl.is/Jónas Erlendsson

Ljósmyndasýning í tilefni af 50 ára afmæli Einvígis aldarinnar, heimsmeistaraeinvígis í skák á milli Boris Spasskís og Bobbys Fischers í Laugardalshöll, fer nú fram í Kötlusetri í Vík í Mýrdal. Um er að ræða ljósmyndir Alberts Cañagueral, spænsks blaðamanns sem viðstaddur var einvígið, myndaði og sagði frá því í spænskum miðlum á sínum tíma.

„Í rauninni var Einvígi aldarinnar fyrsta blaðamannaverkefnið mitt,“ segir Albert í samtali við Morgunblaðið. Á þessum árum kom Albert hingað til lands í sumarfríum til þess að vinna í fiski í Hnífsdal og átti hann því marga vini hér á landi, bæði á Vestfjörðum og í Reykjavík. Heima í Barselóna lærði hann blaðamennsku.

Albert segir sýninguna unna upp úr hans eigin einkasafni; myndum sem hann hefur legið á í hálfa öld. „En aðalmaðurinn á bak við tjöldin er minn gamli vinur Sigurður Jakobsson,“ segir Albert en Sigurður var næturvörður í Laugardalshöll þegar einvígið fór fram.

„Án hans væri þessi sýning ekki möguleg.“

Sigurður tók meðal annars myndina sem er nokkurs konar krúnudjásn hátíðarinnar; mynd tekin á vél Alberts af honum við taflborðið fræga en sú mynd átti eftir að gegna stærra hlutverki síðar meir.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert