Betri nýting myndi skila hagkvæmni

Nýju Airbus H145-þyrlurnar eru minni og ódýrari í rekstri.
Nýju Airbus H145-þyrlurnar eru minni og ódýrari í rekstri. mbl.is/Árni Sæberg

Hægt er að stytta viðbragðstíma og auka hagkvæmni heilbrigðiskerfisins með því að nýta þyrlur Landhelgisgæslunnar betur í stað þess að fjárfesta í nýjum Airbus H145-þyrlum.

Þetta segir Auðunn F. Kristinsson, verkefnisstjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, í samtali við Morgunblaðið. Sveinn Hjalti Guðmundsson, þjálfunarflugstjóri hjá Air Atlanta Icelandic, lagði nýlega til að stjórnvöld myndu fjárfesta í nýjum þyrlum sem eru smærri og ódýrari í rekstri en núverandi þyrlur Landhelgisgæslunnar.

Auðunn segir hins vegar best í stöðunni að fullnýta núverandi þyrlukosti. Hann segir það ótímabært að fjárfesta í minni þyrlum til sjúkraflugs og að frekari greiningu þurfi til að meta gagnsemi þeirra.

Lesa má nánar um málið i Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert