Draumur varð fljótt að martröð

Hótel Jazz í Reykjanesbæ.
Hótel Jazz í Reykjanesbæ. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta var draum­ur sem breytt­ist fljótt í mar­tröð,“ seg­ir er­lendi starfsmaður­inn, sem vann mánaðarlanga vinnu fyr­ir Hót­el Jazz í Reykja­nes­bæ án þess að fá greidd nein laun, í sam­tali við Morg­un­blaðið. Hann seg­ist hafa unnið myrkr­anna á milli og í kjöl­farið verið kastað út á göt­una.

Maður­inn hef­ur sterk­an grun um að fleiri starfs­menn hjá hót­el­inu séu í svipaðri ef ekki verri stöðu en hann og bæt­ir við að hann hafi orðið var við fólk á hót­el­inu sem hann grun­ar að fái ekki greidd laun. Starfsmaður­inn er bresk­ur karl­maður á miðjum aldri. Hann er fyrr­ver­andi at­vinnumaður í golfi og var áður trú­lofaður ís­lenskri konu. Hann sagði sögu sína í sam­tali við Morg­un­blaðið, en vildi að svo stöddu ekki koma fram und­ir nafni.

Svik eft­ir 20 ára vináttu

Maður­inn seg­ist vera í al­gjöru áfalli eft­ir liðna at­b­urði. Hann hafi aldrei bú­ist við því að dvöl sín á Íslandi myndi enda svona.

Breski maður­inn og rekstr­araðili Hót­el Jazz voru ágæt­ir vin­ir áður og kynnt­ust í Dan­mörku fyr­ir 20 árum. Hafði breski maður­inn beðið eft­ir að geta komið til Íslands til þess að vinna og hefja nýtt líf. Seg­ist hann hafa haft sam­band við rekstr­araðila hót­els­ins sem bauðst til að borga flug fyr­ir hann til Íslands. Þegar hann var kom­inn til Íslands krafðist hann þess að fá samn­ing til að skrifa und­ir en rekstr­araðil­inn hunsaði fyr­ir­spurn­ir hans ít­rekað.

Upp­haf­lega átti breski maður­inn að vinna sem rekstr­ar­stjóri veit­ingastaðar­ins á Hót­el Kirkju­felli, sem hét áður Hót­el Fram­nes í Grund­arf­irði, en var til­kynnt með stutt­um fyr­ir­vara að það væri búið að færa hann í al­menn störf á Hót­el Jazz. Hót­el Fram­nes komst í frétt­ir árið 2016 fyr­ir sam­bæri­legt mál.

Að sögn manns­ins vann hann stans­laust á Hót­el Jazz. „Ég vann frá átta um morg­un­inn langt fram á kvöld og vann alla daga mánaðar­ins fyr­ir utan einn dag. Ég tók á móti gest­um, sá um morg­un­mat­inn, þreif her­bergi og fleira.“

Hann seg­ir að ef miðað sé við lág­marks­kjör skuldi hót­elið hon­um minnst 830 þúsund krón­ur fyr­ir vinnu sína en hann hafi ekki séð einn eyri.

Rekstr­araðili hót­els­ins út­bjó aldrei samn­ing, til­kynnti hon­um ekki hversu mikið hann myndi fá greitt og kom sér und­an öll­um spurn­ing­um, skila­boðum og sím­töl­um breska manns­ins varðandi kjara­mál.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka