Fimm línu braut opnuð í Glerárgili

Jón Heiðar og Aníta Hafdís.
Jón Heiðar og Aníta Hafdís. mbl.is/Margrét Þóra

„Það er frábært að hafa náð þeim áfanga að opna eftir miklar tafir sem tilkomnar voru bæði beint og óbeint af ástandinu í heiminum,“ segja þau Anita Hafdís Björnsdóttir og Jón Heiðar Rúnarsson um fluglínur sem settar hafa verið upp í Glerárgili á Akureyri. Línurnar krossa gilið og eru fimm talsins, þar á meðal er lengsta lína af þessu tagi sem fyrirfinnst á Íslandi.

Zipline Akureyri er nýtt, íslenskt fyrirtæki sem fimm vinir stofnuðu, þrír þeirra eru í Vík og reka þar Zipline Iceland og True Adventure. Anita og Jón Heiðar eru norðan heiða en hann er borinn og barnfæddur Akureyringur. Hann hefur lengi starfað við ferðaþjónustu og hafði lengi dreymt um að gera eitthvað skemmtilegt í bænum, spennandi afþreyingu inni í bænum sjálfum.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Vilhjálmur, lengst til vinstri, á leið í fluglínuna í gær …
Vilhjálmur, lengst til vinstri, á leið í fluglínuna í gær ásamt börnum sínum, Viktori og Veru. Lengst til hægri er leiðsögumaðurinn Agnar. Mbl.is/Margrét Þóra
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert