Fór tvisvar holu í höggi í sömu viku

Hafsteinn Gunnarsson sló holu í höggi tvisvar sinnum með þriggja …
Hafsteinn Gunnarsson sló holu í höggi tvisvar sinnum með þriggja daga fresti. Ljósmynd/Aðsend

Það er ekki á hverj­um degi sem kylf­ing­um tekst það af­rek að fara holu í höggi, hvað þá þegar drauma­höggið er slegið oft­ar en einu sinni. Haf­steinn Gunn­ars­son hjá golf­klúbbn­um Leyni fór holu í höggi á Garðavelli á Akra­nesi á mánu­dag­inn og fór svo aðra holu í höggi í gær.

Haf­steinn hafði aldrei áður farið holu í höggi fyrr en á mánu­dag­inn og var því skilj­an­lega mjög kát­ur þegar blaðamaður mbl.is heyrði í hon­um í dag.

„Þetta var al­veg fá­rán­legt. Ég sló þarna 18. hol­una hérna uppi á Skaga og svo för­um við aft­ur í golf á fimmtu­deg­in­um og þá kom þetta aft­ur á 8. holu. Það er eins gott að spila í lottó­inu. Þetta er ein­hver lukku­vika,“ seg­ir Haf­steinn og hlær.

Efaðist sjálf­ur um af­rekið

Hann seg­ir að ein­hverj­ir ef­ist ör­ugg­lega um af­rek sitt en hóp­ur af fólki hafi orðið vitni að skoti hans. Hann átti erfitt með að trúa eig­in aug­um þegar kúl­an rúllaði ofan í hol­una.

„Ég sló á 18. hol­unni með áttu-járni, þetta voru sirka 116 metr­ar í pinn­ann. Á 8. hol­unni sló ég með sex-járni og það var sirka 138 metr­ar í pinn­ann. Bæði skot­in voru aðeins á móti vindi en bolt­inn flaug vel og lenti fyr­ir fram­an og rúllaði í.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka