Heilsugæslan flytur í húsnæði Heimsferða

Skógarhlíð 18 verður nýtt húsnæði heilsugæslunnar í Hlíðum.
Skógarhlíð 18 verður nýtt húsnæði heilsugæslunnar í Hlíðum. Skjáskot/Já.is

Heilsu­gæsl­an Hlíðum mun flytja í hús­næði Heims­ferða að Skóg­ar­hlíð 28, en Kaldalón hf. hef­ur fest kaup á hús­næðinu.

Jón­as Guðmunds­son, fjár­mála­stjóri Heilsu­gæsl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir gamla hús­næðið vera úr­elt og of lítið fyr­ir starf­semi heilsu­gæsl­unn­ar.

„Þetta hef­ur verið lang­ur fer­ill. Heilsu­gæsl­an í Hlíðum hef­ur verið í úr­eltu og ófull­nægj­andi hús­næði í lang­an tíma. Fram­kvæmda­sýsl­an lét fara fram útboð fyr­ir okk­ur og það endaði með samn­ingi um þetta hús. Það er ný­búið að ganga frá leigu­samn­ingi,“ seg­ir Jón­as í sam­tali við mbl.is.

„Nú­ver­andi hús­næði er orðið allt of lítið en þetta verður líka miklu hent­ugra. Hitt hús­næðið er á fjór­um hæðum inni í miðju íbúðahverfi en það verður rýmra um okk­ur á nýja staðnum.“

Núverandi húsnæði heilsugæslunnar þykir of lítið og óhentugt.
Nú­ver­andi hús­næði heilsu­gæsl­unn­ar þykir of lítið og óhent­ugt. Ljós­mynd/​Friðrik Tryggva­son

Óljóst hvenær flutt verður

Jónas Guðmundsson, fjármálastjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og staðgengill Óskars Reykdalssonar …
Jón­as Guðmunds­son, fjár­mála­stjóri Heilsu­gæsl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu og staðgeng­ill Óskars Reyk­dals­son­ar for­stjóra. mbl.is

Hverfið sem heilsu­gæsl­an sinn­ir hef­ur stækkað mikið með nýrri byggð í Vatns­mýri og Hlíðar­enda.

„Við þurf­um að geta þjónað Hlíðar­enda­hverf­inu og Vatns­mýr­inni. Reynd­ar nær þjón­ustu­svæði þess­ar­ar stöðvar al­veg niður að sjó hinum meg­in, niður hjá Borg­ar­túni og að Sæ­braut,“ seg­ir Jón­as og er því um stórt svæði að ræða.

„Þetta er mjög spenn­andi að fá nýja og fína aðstöðu fyr­ir þetta hverfi.“

Hann seg­ir það þurfa að koma í ljós hvað fram­kvæmd­ir í nýju hús­næðinu taki lang­an tíma til þess að heilsu­gæsl­an geti flutt sig um set, en í til­kynn­ingu um kaup Kaldalóns hf. á hús­næðinu seg­ir að áætluð af­hend­ing á hús­næðinu sé um sum­arið 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka