Herinn vill milljarða fjárfestingu

Norskar orrustuþotur í Keflavík. Í bakgrunni má sjá sprengjuheld flugskýli.
Norskar orrustuþotur í Keflavík. Í bakgrunni má sjá sprengjuheld flugskýli. Ljósmynd/Norski herinn

Ríkiskaup hafa birt auglýsingu fyrir hönd utanríkisráðuneytisins og varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar þar sem vakin er athygli á upplýsingabeiðni „í tengslum við fyrirhugað útboð á byggingu vöruhúsa fyrir bandaríska flugherinn á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli“. Hefur flugherinn óskað eftir framlagi upp á 94 milljónir bandaríkjadala vegna framkvæmdanna, eða sem nemur tæplega 13 milljörðum íslenskra króna.

Hjörtur J. Guðmundsson, sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur, segir þetta lið í því að tryggja enn frekar ásamt öðru að Bandaríkin séu í stakk búin til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Íslandi í samræmi við varnarsamninginn á milli landanna. Bandaríkin séu skuldbundin til að sjá til þess að ávallt sé hér á landi nauðsynlegur búnaður svo tryggja megi varnir. Þá kallar Hjörtur eftir opinni og hreinskilinni umræðu um varnarmál hér á landi. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka