Klára hringferð um landið á traktorum

Grétar Gústavsson og Karl Friðriksson með Massey Ferguson 35X af …
Grétar Gústavsson og Karl Friðriksson með Massey Ferguson 35X af árgerð 1963. Sami traktor og í sveit þeirra á Valdarási í Fitjardal.

Grétar Gústavsson, meistari í bifvélavirkjun, og Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri Framtíðarseturs Íslands, hófu á miðvikudag ferð sína um Vestfjarðahringinn á tveimur traktorum. Er þetta gert til að klára hringferð þeirra um landið á sömu traktorum.

Þeir tóku hringinn í kringum Ísland árið 2015, að Vestfjörðum undanskildum, til styrktar forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti.

Aftur er ekið til styrktar verkefnisins sem heitir Vinátta að þessu sinni en þeir félagarnir hafa verið vinir í um sextíu ár.

Þeir héldu af stað frá Staðarskála sl. miðvikudag og keyra frá Hamri til Ögurs í Ísafjarðardjúpi í dag. Þeir munu síðan klára hringinn, sem spannar 950 kílómetra, 20. júlí á Hvanneyri. Verkefnið er hægt að styrkja á vefsíðu Barnaheilla eða með því að senda SMS-skilaboðin Barnaheill í síma 1900.

Massey Ferguson 35X af árgerð 1963.
Massey Ferguson 35X af árgerð 1963.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert