Rigning sunnan- og vestantil í kvöld

Í kvöld fer að rigna sunnan- og vestantil.
Í kvöld fer að rigna sunnan- og vestantil. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breyti­leg átt verður, 3-8 metr­ar á sek­úndu og víða létt­skýjað, en geng­ur í suðaust­an 5-13 m/​s í dag og þykkn­ar smám sam­an upp suðvest­an­til. Suðaust­an 8-15 m/​s verða í kvöld en allt að 18 m/​s við suður­strönd­ina og fer að rigna, fyrst sunn­an og vest­an­til en lengst af þurrt norðaust­an­lands.

Suðaust­an 5-13 m/​s verða á morg­un og all­víða skúr­ir en norðlæg­ari á Vest­fjörðum. Hiti verður á bil­inu 10 til 18 stig, hlýj­ast á Suðaust­ur­landi í dag en norðan­til á morg­un.

Í at­huga­semd­um veður­fræðings hjá Veður­stofu Íslands kem­ur fram að það gangi í suðaust­an hvassviðri með rign­ingu á sunn­an­verðu miðhá­lend­inu seint í kvöld.

„Aðstæður geta verið var­huga­verðar fyr­ir göngu­fólk og einnig veg­far­end­ur með aft­anívagna eða á öku­tækj­um sem taka á sig mik­inn vind. Fólki bent á að sýna var­kárni og fylgj­ast með veður­spám. Dreg­ur úr vindi og úr­komu á laug­ar­dag."

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka