Rigning sunnan- og vestantil í kvöld

Í kvöld fer að rigna sunnan- og vestantil.
Í kvöld fer að rigna sunnan- og vestantil. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breytileg átt verður, 3-8 metrar á sekúndu og víða léttskýjað, en gengur í suðaustan 5-13 m/s í dag og þykknar smám saman upp suðvestantil. Suðaustan 8-15 m/s verða í kvöld en allt að 18 m/s við suðurströndina og fer að rigna, fyrst sunnan og vestantil en lengst af þurrt norðaustanlands.

Suðaustan 5-13 m/s verða á morgun og allvíða skúrir en norðlægari á Vestfjörðum. Hiti verður á bilinu 10 til 18 stig, hlýjast á Suðausturlandi í dag en norðantil á morgun.

Í athugasemdum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands kemur fram að það gangi í suðaustan hvassviðri með rigningu á sunnanverðu miðhálendinu seint í kvöld.

„Aðstæður geta verið varhugaverðar fyrir göngufólk og einnig vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Dregur úr vindi og úrkomu á laugardag."

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert