Sigríður bæjarstjóri Fjallabyggðar

Sigríður Ingvarsdóttir, nýr bæjarstjóri Fjallabyggðar.
Sigríður Ingvarsdóttir, nýr bæjarstjóri Fjallabyggðar. Ljósmynd/Fjallabyggð

Sig­ríður Ingvars­dótt­ir hef­ur verið ráðin bæj­ar­stjóri Fjalla­byggðar fyr­ir kjör­tíma­bilið 2022 til 2026. Alls sóttu 22 manns um starfið og drógu átta um­sókn­ir síðar til baka. 

Sig­ríður er fyrr­ver­andi for­stjóri Ný­sköp­un­ar­miðstöðvar Íslands, en eins hef­ur hún átt sæti á Alþingi og setið í bæj­ar­stjórn á árum áður.

Sig­ríður er m.a. með MBA-gráðu frá Há­skóla Íslands og diplóma­gráðu í op­in­berri stjórn­sýslu. Þá hef­ur hún setið í fjöl­mörg­um stjórn­um, nefnd­um, ráðum og starfs­hóp­um og sinnt marg­vís­leg­um trúnaðar­störf­um fyr­ir hin ýmsu ráðuneyti.

Sig­ríður mun form­lega taka við starfi bæj­ar­stjóra að lokn­um sum­ar­leyf­um en fram að þeim tíma mun hún vinna að ákveðnum mál­um í sam­vinnu við bæj­ar­stjórn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka