Sjö ára drengur bitinn af hundi

Sjö ára dreng­ur var bit­inn af hundi í Grafar­holti á sjö­unda tím­an­um í gær­kvöldi. Dreng­ur­inn var með bits­ár á hægra læri og roði var í kring­um sárið.

Faðir drengs­ins var á vett­vangi ásamt eig­anda hunds­ins og hund­in­um, að því er kem­ur fram í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

Faðir­inn gerði eng­ar kröf­ur um refs­ingu. Eig­anda hunds­ins var mjög brugðið varðandi hegðun hunds­ins og sagði svona lagað aldrei hafa gerst hjá hund­in­um, sem er eins árs. Ætlaði eig­and­inn að láta svæfa hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka