Smurðar samlokur fluttar alla leið frá Litháen

María Jóna segir helstu viðskiptavini vera veitingasala á landsbyggðinni.
María Jóna segir helstu viðskiptavini vera veitingasala á landsbyggðinni.

Smurðar sam­lok­ur sem eru í boði á sölu­stöðum víða um land eru ekki leng­ur all­ar smurðar hér­lend­is, en inn­flutn­ings­fyr­ir­tækið Danól hef­ur síðan í byrj­un árs flutt inn smurðar sam­lok­ur frá Lit­há­en. Sam­lok­urn­ar, sem eru frá merk­inu Food on Foot, koma til lands­ins frosn­ar.

Friðrik Árna­son, eig­andi Hót­el Breiðdals­vík­ur, vakti at­hygli á sam­lok­un­um á Face­book-síðu sinni. Hann seg­ist hafa orðið fyr­ir von­brigðum að sjá sam­lok­urn­ar seld­ar í sölu­skála á Suður­landi, meðal ann­ars vegna um­hverf­is­sjón­ar­miða.

Þá brá hon­um enn frek­ar þegar hann sá að inn­flutta sam­lok­an var helm­ingi ódýr­ari en sam­lok­an sem er smurð staðnum með sama áleggi. Mbl.is hafði sam­band við um­rædd­an sölu­skála en starfsmaður sagði er­lendu sam­lok­urn­ar kosta hið sama og þær ís­lensku.

María Jóna Samú­els­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Danól, seg­ir í skrif­legu svari til mbl.is að gæði sam­lok­anna séu mik­il og viðbrögðin við þeim verið góð.

Neyt­end­ur njóti stærðar­hag­kvæmni

Spurð hvað gæti mögu­lega valdið því að er­lendu sam­lok­urn­ar séu ódýr­ari en þær ís­lensku seg­ir María Jóna:

„Við get­um að sjálf­sögðu ekki svarað fyr­ir verðlagn­ingu annarra aðila, en Danól býr að góðu viðskipta­sam­bandi við birgj­ann, sem að sjálf­sögðu er að auki að fram­leiða fyr­ir mun stærri markaði en þann ís­lenska og í því til­felli njóta neyt­end­ur hér á landi stærðar­hag­kvæmni.“

Viðskipta­vin­ir á lands­byggðinni

Hvernig kem­ur það til að þið ákveðið að flytja inn sam­lok­ur frá Lit­há­en?

„Danól er í góðu viðskipta­sam­bandi við þarlend­an birgi sem sér­hæf­ir sig í brauðvör­um og sæta­brauði og hef­ur mikið úr­val. Gæðin eru mik­il og ís­lensk­ir veit­inga­sal­ar hafa leitað eft­ir lausn­um sem þess­um, þar sem hag­stætt verð, gæði og ein­fald­leiki í fram­reiðslu fara sam­an. Fyr­ir viðskipta­vini okk­ar felst í þessu að auki mik­il tímasparnaður, auk sparnaðar við birgðahald, geymslu og inn­kaup frá fjölda smærri aðila.“

Seljið þið mikið af svona sam­lok­um og hvert þá helst?

„Við erum ánægð við viðbrögð markaðar­ins við þess­um vör­um, en helstu viðskipta­vin­ir eru veit­inga­sal­ar á lands­byggðinni, oft fjarri byggðakjörn­um, sem sjá að hag­stætt verð, gæði vöru og ein­fald­leiki í fram­reiðslu fara sam­an.“

Samlokurnar sem um ræðir eru frá litháíska vörumerkinu Food on …
Sam­lok­urn­ar sem um ræðir eru frá lit­háíska vörumerk­inu Food on Foot. Face­book/​Skjá­skot
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka