Sofnaði á salerni og missti af flugi

Óskað var eft­ir aðstoð lög­reglu vegna ofurölvi er­lends manns á sal­erni í rútu um hálfell­efu­leytið í gær­kvöldi. Rút­an hafði verið að flytja er­lenda fót­bolta­áhorf­end­ur í flug og mun maður­inn hafa sofnað áfeng­is­svefni á sal­erni rút­unn­ar og því misst af flug­inu. Lög­reglu­menn náðu að vekja mann­inn og gekk hann sína leið.

Taldi fíkni­efna­sal­ann hafa byrlað sér ólyfjan

Laust fyr­ir klukk­an sjö í gær­kvöldi voru af­skipti höfð af konu í ann­ar­legu ástandi við veit­ingastað í hverfi 108 í Reykja­vík. Kon­an sagðist hafa verið að kaupa sér fíkni­efni og að hún hefði notað efn­in en hefði verið að líða út af. Hún taldi  fíkni­efna­sal­ann hafa byrlað sér ólyfjan. Einnig sagði hún fólk hafa ráðist á sig. Sjúkra­bif­reið var send á vett­vang.

Til­kynnt var um lík­ams­árás í miðbæ Reykja­vík­ur um miðnætti. Þegar lög­regl­an kom á vett­vang voru slags­mál yf­ir­staðin og var einn aðili blóðugur á vett­vangi.

Ofurölvi með reiðhjól

Af­skipti voru höfð af ofurölvi eldri konu skömmu fyr­ir miðnætti með reiðhjól í hverfi 104. Aðspurð neitaði kon­an að gefa upp kenni­tölu eða dval­arstað og var því hand­tek­in og færð á lög­reglu­stöð. Hún var vistuð sök­um ástands í fanga­geymslu lög­reglu. Hún verður kærð fyr­ir brot á lög­reglu­samþykkt, að því er kem­ur fram í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

Um hálf­tíu­leytið var óskað eft­ir aðstoð lög­reglu vegna um­ferðaró­happs í miðbæ Reykja­vík. Tveir menn voru í bif­reiðinni sem olli tjón­inu og voru þeir báðir hand­tekn­ir og vistaðir fyr­ir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu. Ökumaður­inn er grunaður um akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is og fíkni­efna og fyr­ir að aka svipt­ur öku­rétt­ind­um. Sá sem varð fyr­ir tjón­inu kvartaði und­an eymsl­um í baki og hnakka en afþakkaði aðstoð.

15 ára und­ir stýri

Á öðrum tím­an­um í nótt var bif­reið stöðvuð á 111 km hraða þar sem há­marks­hraði er 80 km/​klst í Garðabæ. Ökumaður­inn reynd­ist vera 15 ára og hef­ur hann því aldrei öðlast öku­rétt­indi. Málið var unnið með aðkomu föður öku­manns sem veitti heim­ild fyr­ir því að vin­ur drengs­ins sem var farþegi í bif­reiðinni og með öku­rétt­indi tók við akstri bif­reiðar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka