„Þetta eru hetjurnar okkar“

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra á aðdáendasvæðinu fyrir leik Íslands …
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra á aðdáendasvæðinu fyrir leik Íslands og Ítalíu í Manchester í gær. mbl.is/Karítas

„Það sem stend­ur upp úr er hve kvennaknatt­spyrn­an á Íslandi er kom­in langt, bæði hvað styrk­leika varðar og hve marg­ir styðja við bakið á liðinu – ólíkt því sem ger­ist hjá mörg­um öðrum þjóðum,“ seg­ir Lilja Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra. 

Hún sótti leik Íslands og Ítal­íu í gær ásamt dótt­ur sinni Sig­nýju sem æfir fót­bolta með Vík­ingi. 

Lilja bend­ir á að ís­lenska kvenna­landsliðið sé í 17. sæti á styrk­leikalista FIFA, sem sé út af fyr­ir sig stórt af­rek sem og að gera jafn­tefli við lið eins og Ítal­íu. „Stuðnings­menn ís­lenska liðsins voru svekkt­ir að fá jafn­tefli við Ítal­íu. Það hefði þótt saga til næsta bæj­ar fyr­ir tíu árum síðan.“

Hún seg­ir kvenna­bolt­ann kom­inn mikið lengra hvað varðar stuðning frá al­menn­ingi. Um tvöþúsund Íslend­ing­ar voru á leikn­um gegn Ítal­íu í gær en um 150 Ítal­ir. „Það er auðvitað mjög ánægju­legt að sjá stuðning­inn aukast svona,“ seg­ir Lilja. 

Um tvöþúsund Íslendingar mættu á Akademíuvöllinn í Manchester í gær …
Um tvöþúsund Íslend­ing­ar mættu á Aka­demíu­völl­inn í Manchester í gær til að styðja stelp­urn­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þýðinga­mikið að geta horft ásamt þúsund­um

Þá seg­ir hún um­gjörð KSÍ í kring um mótið vera glæsi­lega. „Það var auðvitað mjög mik­il­vægt þegar þau tóku þá ákvörðun að jafna laun þeirra sem spila með karla- og kvenna­landsliðinu. Það er í takt við þann ár­ang­ur sem náðst hef­ur á Íslandi, að vera það ríki þar sem mest jafn­rétti rík­ir á milli kynj­anna,“ seg­ir Lilja enn frek­ar og vís­ar í ný­lega skýrslu Alþjóðlegu efna­hagsviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar (World Economic For­um) þar sem Ísland er, þrett­ánda árið í röð, efst á lista yfir lönd hvað kynja­jafn­rétti varðar. 

Lilja sem einnig er ráðherra ferðamála, ásamt því að vera ráðherra viðskipta­mála, seg­ir ár­ang­ur kvenna­landsliðsins sem og ít­rekaðar viður­kenn­ing­ar á jafn­rétt­is­mál­um á Íslandi vera frá­bæra land­kynn­ingu. 

„Þetta eru hetj­ur ungu stelpn­anna okk­ar – þetta eru hetj­urn­ar okk­ar,“ seg­ir Lilja, spurð út í þýðingu þess að geta farið með dótt­ur sína sem æfir fót­bolta að fylgj­ast með fyr­ir­mynd­um sín­um á stór­móti. „Að geta komið og fylgj­ast með leikn­um ásamt þúsund­um, þetta hef­ur svo mikið að segja að hafa svona fyr­ir­mynd­ir.“

Bæði Guðni Th. Jóhannesson forseti og Lilja mættu með börnin …
Bæði Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti og Lilja mættu með börn­in sín. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Til­komu­mik­il jafn­rétt­is­bar­átta Söru Bjark­ar

„Bæði dá­ist ég að Söru Björk sem knatt­spyrnu­konu en að hún hafi einnig verið að berj­ast fyr­ir jafn­rétt­is­mál­um inn­an Lyon og rutt braut­ina varðandi rétt­indi óléttra íþrótta­kvenna finnst mér aðdá­un­ar­vert. Það sýn­ir hvað við erum kom­in langt í þess­ari bar­áttu, að okk­ar knatt­spyrnu­kon­ur eru að berj­ast fyr­ir jöfn­um rétt­ind­um á er­lendri grundu. Mér finnst þetta rosa­lega til­komu­mikið hjá henni Söru og ég styð hana hundrað pró­sent,“ seg­ir Lilja. 

Beinn ávinn­ing­ur af sterk­um fyr­ir­mynd­um

Hún bæt­ir við að knatt­spyrnuiðkun á Íslandi, hvort sem er hjá stúlk­um eða drengj­um, sé með allra mesta móti á heimsvísu. For­varn­ar­gildi skipu­lagðrar íþrótt­a­starf­semi og ávinn­ing­ur fyr­ir heilsu og náms­ár­ang­ur barna sé ótví­ræður. Það sé því beinn þjó­hags­leg­ur ávinn­ing­ur af fyr­ir­mynd­um eins og í kvenna­landsliðinu. „Það er svo rosa­lega mik­il­vægt fyr­ir okk­ur sem sam­fé­lag að styðja við bakið á íþrótta­hreyf­ing­unni, bæði yngri flokka starf­sem­ina en líka meist­ara­flokka og landsliðin. Þar verða fyr­ir­mynd­irn­ar til og það hvet­ur aðra áfram.“

Spurð hvort að hún sakni þess að vera íþrótta­málaráðherra svar­ar Lilja að íþrótt­ir séu auðvitað vera menn­ingu svo að hún geti bara enn haldið í það, og hlær. 

Þá seg­ir Lilja stuðning at­vinnu­líf­is við landsliðið dýr­mæt­an. Hún seg­ist þakk­lát Icelanda­ir sem stutt hef­ur dyggi­lega við bakið á liðinu. Spurð hvort að hún telji að at­vinnu­lífið taki minni þátt núna en þegar karla­landsliðið fór á tvö síðustu stór­mót seg­ist Lilja ekki hafa lagst yfir það en það sé auðvitað eitt­hvað sem væri áhuga­vert að skoða. 

Vanda Sig, Guðni Th. og Lilja leiddu göngu frá aðdánedasvæðinu …
Vanda Sig, Guðni Th. og Lilja leiddu göngu frá aðdáneda­svæðinu að vell­in­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka