Vatnsúðakerfi bilaði á Landspítalanum við Hringbraut um tíuleytið í morgun með þeim afleiðingum að það dældi vatni yfir eina deild spítalans.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu nam svæðið um 400 fermetrum.
Um eina klukkustund tók að leysa málið og þurrka gólf deildarinnar.