Gagnrýnir afstöðu Landhelgisgæslunnar

Airbus H145-þyrla.
Airbus H145-þyrla. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta sjúkraþyrlumál er ekki einkamál Landhelgisgæslunnar, heldur hagsmunamál fyrir landsbyggðina og alla íbúa þessa lands.“

Þetta segir Styrmir Sigurðsson, bráðatæknir í færslu sinni á Facebook en hann ræddi við Morgunblaðið í gær.

Að hans mati er afstaða Landhelgisgæslunnar gagnvart því að fá nýjar Airbus H145-þyrlur til landsins með ólíkindum. Eins og greint hefur verið frá telur Landhelgisgæslan ekki þörf á að fá nýjar og smærri þyrlur til landsins til að stytta viðbragðstíma eða auka hagkvæmni heilbrigðiskerfisins.

Styrmir bendir á að þó nokkra daga árs megi þyrlur Gæslunnar ekki fara lengra en 20 mílur frá landi, vegna viðhalds á vélum. Hann segir það eðli málsins samkvæmt ekki vera mögulegt fyrir Landhelgisgæsluna að sinna skyldum sínum þegar þyrlurnar eru í viðhaldi.

„Að þessu sögðu þá vil ég ítreka að sjúkraþyrlur á Íslandi eru lífsnauðsynleg viðbót við bráðaþjónustu utan spítala á landinu öllu,“ segir hann um nýju Airbus H145-þyrlurnar.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert