Hífður frá borði skemmtiferðaskips

Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landhelgisgæslunni barst um klukkan 19 í kvöld beiðni frá skemmtiferðaskipi, grunnt undan Vestfjörðum, vegna farþega sem hafði slasast.

Þyrla Gæslunnar var send til móts við skipið, farþeginn hífður frá borði og um klukkan 22 lenti þyrlan við Landspítalann í Fossvogi.

Fyrr í dag var þyrla Gæslunnar kölluð út vegna konu sem skyndilega hafði orðið mjög slöpp í Laugavegshlaupinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka