Reisa 6-7 vöruhús á öryggissvæði

Enn eru mannvirki á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sem nýtt eru …
Enn eru mannvirki á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sem nýtt eru af Atlantshafsbandalaginu og herjum ríkja þess við æfingar. mbl.is/RAX

Bandaríski flugherinn áformar að reisa 6-7 vöruhús á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, samtals rúmlega 12.000 fermetra að flatarmáli.

Húsin eiga að hýsa allan nauðsynlegan búnað sem þarf til að reka og viðhalda flugvelli. Einnig til að þjónusta flugvélar komi til þess að þörf verði á slíkum búnaði á meginlandi Evrópu – eða ef hingað til lands verður sendur liðsafli á hættutíma.

Geymslurnar munu ekki hýsa vopn eða vopnabúnað, samkvæmt skriflegum svörum utanríkisráðuneytisins við spurningum Morgunblaðsins.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert