Tveir miðahafar höfðu heppnina með sér í lottóútdrætti kvöldsins og skipta með sér fyrsta vinningnum, sem hljóðaði upp á nærri 53 milljónir króna.
Fær því hvor um sig rúmlega 26 milljónir króna í sinn hlut, en báðir miðarnir voru seldir í áskrift.
Þrír hlutu annan vinning og fær hver þeirra rúmlega 270 þúsund krónur fyrir vikið, en miðarnir voru seldir í áskrift, lottó-appinu og N1 Kaupvangi.
Átta miðar bera með sér annan vinning í jókernum svonefnda en þeir voru ýmist seldir í áskrift, appinu eða á lotto.is.