Borðað til góðs á árlegri Skötumessu

Skötumessur eru vinsælar.
Skötumessur eru vinsælar. Ljósmynd/Hilmar Bragi

Hin árlega Skötumessa í Garði verður haldin 20. júlí kl. 19, það er á Þorláksmessu á sumri. Skötumessan er haldin í íþróttasal Gerðaskóla í Suðurnesjabæ. Boðið verður upp á skötu, saltfisk, plokkfisk og tilheyrandi meðlæti.

Margir stíga á svið til að skemmta samkomugestum. Þeirra á meðal eru Jón Arnór og Baldur sem spila nokkur lög. Eins munu Sísí & Kristján, það eru þau Sísí Ástþórs og Kristján R. Guðnason, flytja tónlist. Ræðumaður kvöldsins verður Sigurður Tómasson, formaður Knattspyrnufélagsins Fram í Reykjavík.

Ört gengur á aðgöngumiðana, að sögn aðstandenda Skötumessunnar. Fólk getur tryggt sér sæti með því að leggja 5.000 krónur inn á reikning Skötumessunnar, banki 0142-05-70506, kennitala 580711-0650.

Um er að ræða fjáröflun og rennur innkoman til margra góðra málefna og einstaklinga sem þurfa á stuðningi að halda. Gerð verður grein fyrir styrkveitingunum á viðburðinum og styrkir afhentir.

Helstu styrktaraðilar Skötumessunnar eru Skólamatur, Suðurnesjabær, Icelandair og fólkið sem mætir. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert