Gimsteinn í treyjusafnið

Anthony Karl Gregory og Nino Spampinato fara yfir málin í …
Anthony Karl Gregory og Nino Spampinato fara yfir málin í Hlíðunum í vikunni. mbl.is/Árni Sæberg

Ant­hony Karl Greg­ory fékk óvenju­lega heim­sókn á dög­un­um. Ítalsk­ur treyjusafn­ari sætti fær­is í sum­ar­frí­inu á Íslandi og nældi í keppn­istreyju sem hann hef­ur lengi leitað að.

Ant­hony Karl var þekkt­ur knatt­spyrnumaður hér heima á sín­um tíma og varð bæði Íslands-og bikar­meist­ari í íþrótt­inni. Ant­hony lagði takka­skóna á hill­una árið 1998. Ant­hony er mörg­um eft­ir­minni­leg­ur enda sá eini sem skorað hef­ur þrennu í bikar­úr­slita­leik hér­lend­is og var lyk­ilmaður í liði KA sem sigraði óvænt á Íslands­mót­inu árið 1989.

Árin hafa liðið og knatt­spyrn­an er ekki endi­lega fyr­ir­ferðar­mik­il í lífi Ant­hony í dag í þeim skiln­ingi að hann fór ekki út í þjálf­un eða störf tengd spark­inu. Ant­hony var við vinnu sína í Lands­bank­an­um þegar hann fór að fá sím­töl utan úr heimi. Hann sinnti því ekki í fyrstu enda þekkj­um við flest að fá alls kyns und­ar­leg sím­töl utan úr heimi frá óheiðarleg­um lukk­uridd­ur­um.

Ekki venju­legt er­indi

Ant­hony áttaði sig þó smám sam­an á því að ít­ölsk­um manni var mjög um­hugað um að kom­ast í sam­band við hann. Í ljós kom að sá safn­ar knatt­spyrnutreyj­um og hafði augastað á treyju Ju­vent­us frá keppn­is­tíma­bil­inu 1986-1987. Þá mætt­ust Val­ur og Ju­vent­us í 1. um­ferð Evr­ópu­keppni meist­araliða.

„Hann sendi mér skila­boð og út­skýrði málið. Ég sá strax að þetta var ekki venju­legt er­indi og þarna væri al­vörusafn­ari á ferðinni. Ég skynjaði það strax. Við höf­um verið í sam­skipt­um í nokkr­ar vik­ur og hann sagðist vera á leið til Íslands í frí með fjöl­skyld­unni,“ seg­ir Ant­hony í sam­tali við Sunnu­dags­blaðið.

Sá ít­alski heit­ir Nino Spa­mp­inato og á yf­ir­grips­mikið safn af knatt­spyrnutreyj­um ásamt bróður sín­um Ang­elo. Spurði hann Ant­hony Karl hvort hann hefði ekki ör­ugg­lega spilað á móti Ju­vent­us og skiptst á treyj­um við and­stæðing. Ant­hony var ein­ung­is tví­tug­ur en var að vinna sig inn í sterkt lið Vals og kom inn á í heima­leikn­um á móti Ju­vent­us.

Ástríðan leyn­ir sér ekki

Svo vildi til að Ant­hony hafði fengið Ju­vent­us-treyj­ur eft­ir báðar viður­eign­irn­ar haustið 1986. Aðra hafði hann gefið Hall­dóri Ein­ars­syni í Hen­son í af­mæl­is­gjöf. Sú var úr leikn­um á Laug­ar­dals­velli en svo vel vildi til að Spa­mp­inato hafði meiri áhuga á treyj­unni úr leikn­um í Tór­ínó. Ju­vent­us var víst með tvær ör­lítið mis­mun­andi út­gáf­ur af aðal­bún­ingi liðsins og bræðurna vantaði treyju eins og þá sem Ju­vent­us klædd­ist í fyrri leikn­um gegn Val.

Nú var Nino Spa­mp­inato kom­inn í sam­band við leik­mann úr Val sem átti slíka treyju og hamraði járnið á meðan það var heitt. Tók hann smá krók í fríi sínu á Íslandi og hélt til fund­ar við Ant­hony á heim­ili hans í Hlíðunum.

Grein­ina í heild sinni er að finna í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert