Maðurinn með „sveðjuna“ ekki í gæsluvarðhald

Maðurinn sem gekk með stærðarinnar hníf inn á veitingastað í miðbænum rétt eftir miðnætti í nótt verður frjáls ferða sinna að sögn lögreglu. Maðurinn var einnig klæddur í stunguvesti.

„Það hefur ekki verið farið fram á gæsluvarðhald. Hann verður frjáls ferða sinna og ekki verður farið fram á gæsluvarðhald að svo stöddu.“

Að sögn lög­regl­unn­ar er ekk­ert meira um málið að segja að svo stöddu en lög­regl­an lagði hald á sveðjuna og stungu­vestið og var mann­in­um sleppt úr haldi.

Þá seg­ir lög­regl­an enn vera óljóst hvaða er­indi maður­inn hafði inn á veit­ingastaðinn eða hvað vakti fyr­ir hon­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert