Colas Ísland stefnir á að malbika akreinar á Ánanaustum við Grandagarð á morgun 18. júlí. Veginum verður lokað til vesturs og hámarkshraði lækkaður framhjá framkvæmdasvæðinu. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 9 til 16.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Colas Íslandi.
Þá er stefnt að því að malbika akrein á Reykjanesbraut á milli Lækjargötu og Kaplakrika á mánudagskvöld. Verður veginum lokað og hámarkshraði lækkaður, en áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 19 til miðnættis.
Einnig er stefnt á að fræsa 500 metra langan kafla á Borgarnesi og verður umferðarstýrt í gegnum hann. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 19 til klukkan tvö um nóttina.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.