Opnuðu kólumbískt kaffihús í Grundarfirði

Valeria kaffibrennsla var opnuð í júní.
Valeria kaffibrennsla var opnuð í júní. Ljósmynd/Aðsend

Hjónin Jan Van Hass og Marta Magnúsdóttir opnuðu kaffibrennsluna Valeria í Grundarfirði í júní og hefur reksturinn gengið vel. Jan er frá Kólumbíu og flytja þau kaffið inn frá litlum framleiðendum þar í landi og rista í Grundarfirði.

„Bróðir minn hjálpar okkur að flytja kaffið inn. Við erum bóndasynir og við bræðurnir og frændur okkar hjálpuðum alltaf til á býlinu,“ segir Jan í samtali við mbl.is.

„Við höfum sterka tilfinningu fyrir því hvernig megi efla þessa starfsemi og bróðir minn hjálpar bændunum við það, svo þeir geti einnig selt kaffið á hærra verði.“

Kaffið er flutt inn frá Kólumbíu og ristað í Grundarfirði.
Kaffið er flutt inn frá Kólumbíu og ristað í Grundarfirði. Ljósmynd/Aðsend

Mikilvægt að spjalla við viðskiptavini

Við höfum byrjað hægt, þannig höfum við haft tök á að laga eitthvað ef eitthvað er ekki að virka,“ segir Jan.

„Mér finnst mikilvægt að ná að spjalla við viðskiptavini og spyrja þá um upplifun sína af staðnum og hvort þeim líki kaffið. Það er alltaf gott að fá endurgjöf, þannig getum við bætt okkur.

Margir hafa komið við og fengið sér kaffi, erlendir ferðamenn, heimamenn á Grundarfirði og þar í nágrenni, og jafnvel fólk frá Reykjavík. Við höfum líka fengið góða endurgjöf á Google.

Margir hafa komið við og fengið sér kaffi.
Margir hafa komið við og fengið sér kaffi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert