„Þetta er bara ógeðslegt“

Pétur tók mynd af aðkomunni að fossinum.
Pétur tók mynd af aðkomunni að fossinum. Ljósmyndir/Pétur Einarsson

Pét­ur Ein­ars­son leiðsögumaður, sem lagt hef­ur leið sína að Selja­lands­fossi með reglu­legu milli­bili síðastliðna ára­tugi, seg­ist hálfpart­inn skamm­ast sín fyr­ir það hversu illa við Íslend­ing­ar höf­um haldið utan um þessa nátt­úruperlu.

Aðkom­an að Selja­lands­fossi er að sögn Pét­urs ógeðsleg.

Hann seg­ir framtíðar­sýn skorta, hvað viðkem­ur aðkomu og eft­ir­liti með vin­sæl­um áfanga­stöðum á Íslandi.

Greiða þarf 700 krónur til að leggja á þessu bílastæði.
Greiða þarf 700 krón­ur til að leggja á þessu bíla­stæði.

Verið að blóðmjólka þetta

Pét­ur starfar sem leiðsögumaður í sum­ar og hef­ur gegnt því starfi oft­ar en einu sinni á lífs­leiðinni. Fyr­ir fjór­um ára­tug­um sinnti hann starf­inu með há­skóla­námi og seg­ir hann lítið sem ekk­ert hafa breyst hvað varðar innviði og aðkomu á þess­um ferðamanna­stöðum. 

„Það er bara verið að blóðmjólka þetta. Maður sér enga verði, það er eng­inn að fylgj­ast með. Ég bara trúi þessu ekki, að við séum ekki kom­in lengra,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is.

„Þetta er bara ógeðslegt. Og þetta bíla­stæði, maður þyrfti að vera á risa­stór­um jeppa til að kom­ast yfir það út af hol­un­um. Maður bara skamm­ast sín fyr­ir það hvernig við höf­um haldið utan um þetta. Við höf­um bara ekk­ert gert.“

Hann bend­ir á að um sé að ræða afar vin­sæl­an viðkomu­stað ferðamanna og slæm aðkoma bitni því á mörg­um.

„Selja­lands­foss er bara þannig að það stoppa all­ir þarna. Þetta er eitt vin­sæl­asta stopp á Íslandi.“

Salernisaðstaðan hefur að líkindum mátt muna fífil sinn fegurri.
Sal­ern­isaðstaðan hef­ur að lík­ind­um mátt muna fíf­il sinn feg­urri.

Ferðamenn undr­andi

Aðspurður seg­ist hann hafa orðið var við undr­un ferðamanna, sem horft hafi gapandi á ruslið og aðkom­una við foss­inn. Hon­um finnst að það verði að leysa þessi mál að landsvísu. Selja­lands­foss sé lík­leg­ast ekki eina dæmið um van­rækslu af þessu tagi hér á landi.

Hann nefn­ir sem dæmi þjóðgarða í Banda­ríkj­un­um.

„Ég hef ferðast um þjóðgarðana í Kali­forn­íu í Banda­ríkj­un­um og sam­an­b­urður­inn við Ísland er svaka­leg­ur. Þeir hafa rosa­lega hefð fyr­ir þessu og það er mjög strangt tekið á þess­um mál­um þar, varðandi til dæm­is þrif, aðkomu og fjölda ferðamanna. Þetta er ekki flókið en við náum ein­hvern veg­inn ekki að leysa þessi mál fyr­ir allt landið.“

Pétri finnst ekki vera þörf á fleiri búðum og þjón­ustumiðstöðvum á áfanga­stöðum eins og Selja­lands­fossi hér á landi. Held­ur sé þörf á góðum sal­ern­um, gæslu og aðstoð, ásætt­an­leg­um bíla­stæðum og þrifnaði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka