Elstu tvö systkini landsins eru 203 ára

Sigfús Sigurðsson og Bryndís Sigurðardóttir eru elstu núlifandi systkini landsins, …
Sigfús Sigurðsson og Bryndís Sigurðardóttir eru elstu núlifandi systkini landsins, samtals 203 ára og 8 mánaða. Þau komu saman í gær. mbl.is/Óttar

Þau Sigfús Sigurðsson og Bryndís Sigurðardóttir eru elstu núlifandi tvö systkini á Íslandi, en samanlagður aldur þeirra er 203 ár og 8 mánuðir, samkvæmt upplýsingum frá Jónasi Ragnarssyni ritstjóra, sem hefur umsjón með Facebook-síðunni Langlífi. Sigfús fagnar 104 ára afmæli sínu í dag, en hann er fæddur 18. júlí 1918. Bryndís, systir hans, er 99 ára gömul og verður 100 ára 12. nóvember. Hún er yngst af sex systkinum.

Afmælisveisla var haldin í gær, sunnudag, í tilefni af 104 ára afmæli Sigfúsar, en hann er næstelsti núlifandi íslenski karlmaðurinn.

mbl.is/Óttar

Sigfús verið við góða heilsu

Spurður hverju Sigfús þakkar langlífið, segist hann ekki vera viss. „Ég finn eiginlega ekki fyrir því að ég sé neitt endilega gamall,“ segir hann og hlær. Hann segir að heilsan hafi haldist góð í gegnum ævina. „Hún hefur verið allt í lagi, mér líður ágætlega bara, en mér fannst hún vera betri þegar ég var svona áttatíu ára.“

Lengri umfjöllun um systkinin má finna í Morgunblaðinu í dag, mánudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert