Framkvæmdir á Reykjanesbraut og í Borgarnesi

Reykjanesbraut og Borgarbraut í Borgarnesi verða malbikaðar að hluta á …
Reykjanesbraut og Borgarbraut í Borgarnesi verða malbikaðar að hluta á næstu tveimur sólahringum mbl.is/Kristinn Magnússon

Vegaframkvæmdir verða í kvöld og fram á miðvikudagsmorgun á tveimur stöðum á Reykjanesbraut og á Borgarbraut í Borgarnesi.

Í kvöld og í nótt verður akrein á Reykjanesbraut á milli Lækjargötu og Kaplakrika í Hafnafirði malbikuð ef veður leyfir. Veginum verður lokað á meðan og hámarkshraði verður lækkaður á framkvæmdasvæðinu. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá klukkan 19 í kvöld til miðnættis.

Akrein á Reykjanesbraut við Urriðaholtsbraut verður malbikuð á þriðjudaginn. Þrengt verður í eina akrein og hámarkshraði lækkaður á svæðinu. Framkvæmdirnar standa frá klukkan 9 á þriðjudagsmorgun til klukkan 16.

Borgarbraut bæði fræst og malbikuð

Framkvæmdir hefjast í kvöld á um 500 metra vegkafla á Borgarbraut í Borgarnesi. Hann verður fræstur í kvöld en framkvæmdir hefjast klukkan 19 og verða til klukkan 2 aðfaranótt þriðjudags.

Borgarbraut í Borgarnesi verður svo malbikuð þriðjudagskvöld frá klukkan 19 til klukkan 6 um morguninn daginn eftir.

Framkvæmdaaðilinn Colas Ísland biðlar til vegfaranda að virða merkingar og hraðatakmarkanir við vinnusvæðin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert