Skoða notkun krómbóka í skólum landsins

Persónuvernd skoðar notkun tæknilausna Google í skólastarfi.
Persónuvernd skoðar notkun tæknilausna Google í skólastarfi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Persónuvernd hefur til skoðunar notkun tæknilausna Google í skólastarfi hérlendis. Komi í ljós að persónuverndarlöggjöf sé ekki fullnægt gæti komið til þess að krómbækur (e. Chromebooks) verði bannaðar í skólum hérlendis, líkt og í Danmörku.

Þetta segir Vigdís Eva Líndal, staðgengill forstjóra Persónuverndar, í samtali við mbl.is.

Fimm sveitarfélög sem eru undir í úttekt Persónuverndar en úttektin er hluti af samevrópskri úttekt sem 22 aðrar persónuverndarstofnanir á EES-svæðinu taka þátt í.

Tvö svipuð mál

Spurð hvort möguleiki sé á því að tölvurnar verði bannaðar hérlendis líkt og í Danmörku segir Vigdís það mögulegt. „Við erum nú þegar með eina ákvörðun sem varðar notkun Sees­aw kennslulausnakerfisins hjá Reykjavíkurborg þar sem að Persónuvernd taldi að persónuverndarlöggjöfinni hafi ekki verið fullnægt við innleiðingu á því kerfi.

Þar var um að ræða svipuð álitamál, eins og flutning persónuupplýsinga til Bandaríkjanna og stjórn sveitarfélaganna á þeim upplýsingum. Þetta eru grunnatriði löggjafarinnar sem er verið að skoða aftur og aftur bæði hér heima og annars staðar í Evrópu.“

Búast má við að rannsókninni ljúki á haustmánuðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert