Trónir efstur á slóðum Vestur-Íslendinga

Ragnar Jónasson.
Ragnar Jónasson. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson

Bókin Úti eftir Ragnar Jónasson var mest selda skáldverkið í Winnipeg í Kanada í liðinni viku, en hún hefur notið mikilla vinsælda síðan hún var gefin út í enskri þýðingu. Ragnar segir viðtökur við bókinni hafa verið vonum framar og að þýðing hennar á ensku hafi verið framúrskarandi.

Bókin var þýdd af Vicky Cribb, en gagnrýnendur hafa hrósað hennar starfi, ásamt því að Ragnar segir hana einstaklega góðan þýðanda. „Enska þýðingin er oft notuð sem grunnur til annarra landa og þess vegna mikilvægt að hafa öflugan þýðanda,“ bætir hann við í samtali við Morgunblaðið.

Bækur Ragnars hafa verið gefnar út í fleiri en þrjátíu löndum, en í flestum tilvikum eru bækurnar þýddar úr ensku á önnur tungumál. Þær hafa notið mikilla vinsælda og hafa nú selst í yfir tveimur og hálfri milljón eintaka. Einnig hafa gagnrýnendur virtra erlendra blaða og tímarita farið afar lofsamlegum orðum um rithöfundinn Ragnar.

Lengri umfjöllun um málið má nálgast í Morgunblaðinu í dag, mánudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert