Tveir hafa verið handteknir og gista fangageymslu lögreglunnar eftir að tveir fólksbílar rákust saman á Kópavogsbraut, skammt frá Hamraborg, upp úr klukkan eitt í dag.
Þeir sem voru handteknir voru saman í bíl.
Að sögn Gunnars Hilmarssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, reyndi annar þeirra að hlaupa í burtu frá vettvangi eftir áreksturinn.
Grunur er um að ökumaður bílsins hafi verið undir áhrifum vímuefna en ekki er ljóst hvor ók honum. Reyndi ökumaðurinn að villa um fyrir lögreglumönnum með því að að skipta um sæti við farþegann.
Spurður segir Gunnar að áreksturinn hafi ekki verið harður og urðu engin slys á fólki.