Ákvörðun ÚTL snúið í héraði

mbl.is/Hjörtur

Héraðsdómur dæmdi þann 15. júlí að Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hefðu ranglega ekki tekið kynhneigð manns trúanlega, en stefnandi sótti um alþjóðlega vernd hér á landi árið 2019 sökum kynhneigðar.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Áfangi í bættum réttindum hinsegin fólks

Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður stefnanda, segir dómurinn vera til marks um það að fordómar viðgangist innan kerfisins og að hinsegin fólk sem hér sæki um hæli eigi undir högg að sækja. „Þetta er ákaflega mikilvægur áfangi í baráttunni fyrir bættum réttindum hinsegin fólks sem hingað leitar vegna ofsókna í heimalandi.“

Málið var tekið til meðferðar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, þar sem stefnandi hafði fengið útgefna vegabréfsáritun í Hollandi, en hann hafði verið þar í 15 daga fyrir komu til Íslands.

Í dómnum segir að til hafi staðið að senda stefnanda aftur til Hollands með flugi en vegna Covid-19 faraldursins og sökum þess að hann mætti ekki í nafnakall Útlendingastofnunar varð ekki af því.

Ítarlegri umfjöllun um málið er að finna í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert