ÁTVR og S.B. Brugghús, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hafa stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Cyclopath Pale Ale.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.
„Ástæða innköllunar er að bjórinn getur bólgnað út og sprungið og það getur valdið slysahættu hjá neytendum,“ segir í tilkynningunni.
Eftirfarandi verslanir dreifa vörunni; ÁTVR/Vínbúðarinnar: Austurstræti, Kringlunni, Skútuvogi, Skeifunni, Stekkjarbakka, Heiðrún, Spöngin, Eiðistorgi, Dalvegi, Smáralind, Garðabær, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Akranesi, Borgarnesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Reykjanesbæ, Selfossi, Flúðum, Hvolsvelli, Vestmannaeyjum.
„Viðskiptavinir sem hafa keypt ofangreinda vöru er beðnir um að farga vörunni eða skila í næstu Vínbúð eða í brugghús S.B. Brugghúss, Skipholti 31. Ef umbúðir vörunnar eru bólgnar ber að viðhafa fyllstu varúð,“ segir í tilkynningunni.