Lögreglan stöðvaði bifreið á Reykjanesbraut í gærkvöldi sem keyrði á 182 km/klst hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er einungis 80 km/klst. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Ökumaðurinn viðurkenndi hraðann og taldi sig hafa ekið á nærri 200 km/klst. Hann sagði ástæðu hraðakstursins vera að hann væri of seinn í vinnu. Maðurinn var færður á lögreglustöð það sem hann var sviptur ökuréttindum sínum og var í kjölfar þess frjáls ferða sinna.
Fimm bifreiðar voru stöðvaðar í gærkvöldi og í nótt þar sem ökumaður var grunaður um að aka undir áhrifum. Þrír þeirra voru handteknir vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna en lausir að lokinni sýnatöku. Einn þremenninganna var sviptur ökuréttindum sínum.
Tveir voru stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur.
Þegar klukkan var farin að ganga tvö í nótt var lögregla kölluð til vegna manns sem var stöðvaður af öryggisverði grunaður um að reyna að stela tveimur samlokum. Maðurinn er grunaður um að hafa slegið öryggisvörð í andlitið þegar hann var stöðvaður af þjófnaðinum.