Grunn lægð mun hreyfast norðaustur skammt fyrir sunnan land í dag. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.
Lægðinni fylgir rigning, sérstaklega á austurhluta landsins. Á vesturlandi mun rofa til eftir hádegi. Vindur snýst úr austri í norðlæga átt og verður mest megnis á bilinu 3 til 10 metra hraða á sekúndu. Hiti verður 11 til 16 stig, en heldur svalara á Austurlandi.
Á morgun verður norðan og norðvestan gola eða kaldi á landinu. Á Norðaustur- og Austurlandi verður dálítil væta en víða bjart á Suðurlandi og á Vesturlandi. Hiti verður frá 8 gráðum upp í 18, hlýjas syðst.