Nokkuð um innbrot í bifreiðar

Lögreglan grunar sama mann um bæði innbrotin.
Lögreglan grunar sama mann um bæði innbrotin. mbl.is/Árni Sæberg

Nokkuð hefur verið um innbrot í bifreiðar á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í morgunsárið barst lögreglu í þrígang tilkynning um innbrot í bifreiðar, tvö í Reykjavík og eitt í Hafnarfirði.

Sami aðili er grunaður um bæði innbrotin í Reykjavík. 

Þá barst lögreglunni tilkynning um tvo menn með læti og ógnandi tilburði á læknastofu í Reykjavík. Þeir voru farnir er lögreglu bar að garði.

Einnig varð þriggja bíla árekstur í borginni í morgun en engin slys urðu á fólki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert