Verður „kaos“ fyrir dómstólum

„Ef einhver er tekinn með neysluskammt, þá þarf að fara …
„Ef einhver er tekinn með neysluskammt, þá þarf að fara af stað sönnunarferli um það að viðkomandi sé óforbetranlegur fíkill og sjúklingur. Hvernig á sú sönnunarfærsla að fara fram?“ spyr Sveinn Andri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir áform heilbrigðisráðherra um að leggja fram frumvarp um afnám refsingar fyrir vörslu á neysluskömmtum fyrir veikasta hópinn ekki úthugsuð. Segir hann þetta í reynd „óframkvæmanlegt“ og að ráðlegra væri að afnema refsinguna fyrir alla í stað þess að gera undantekningu fyrir ákveðinn hóp fólks. Ef áformin verði að veruleika og frumvarpið samþykkt, muni það skapa mikið „kaos“ fyrir dómstólum.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Áform Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, um að leggja fram frumvarpið, hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Markmið frumvarpsins er sagt verða að koma til móts við þarfir fólks sem veikast er í samfélaginu úr hópi notenda ávana- og fíkniefna, í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var árið 2014. Markmiðið er meðal annars að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu.

Sönnunarfærslan verði snúin

Áformin hafa vakið þó nokkra athygli og meðal annars verið gagnrýnd af Júlíu Birgisdóttur, formanni Snarrótarinnar, sem eru samtök um skaðaminnkun. Telur hún þetta ekki úthugsað og að ekki sé skynsamlegt að brennimerkja þá sem veikastir séu.

„Ef einhver er tekinn með neysluskammt, þá þarf að fara af stað sönnunarferli um það að viðkomandi sé óforbetranlegur fíkill og sjúklingur. Hvernig á sú sönnunarfærsla að fara fram?“ spyr Sveinn Andri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert